…þegar maður getur farið til Færeyja? Ekki spurning að þetta er málið. Fór áðan og náði í miðann minn. Verð í rétt rúma tvo sólarhringa þarna. Týr spilar á laugardag, Europe líka. Hverjum hefði dottið í hug að maður myndi enda á tónleikum með Europe?
Ég ætlaði alltaf að fara til Færeyja í fyrra, var búinn að leggja drögin að ferð á Summarfestivalinn en það fór útum þúfur þegar ég fékk vetrarvinnuna. Ætti að líta á það þannig að ég hafi borgað upp ferðina vel og vandlega með vinnunni í vetur.
Spurning með útilegubúnað, veit ekki alveg hvort ég treysti tjaldinu mínu eftir lekandann á ættarmótinu. Verð að skoða það mál.
Vestmanneyjar eru natturulega bara uthverfi af Faereyjum …