Löggiltir umhverfisverndarsinnar

Alltaf gaman þegar fólk talar um aðra sem sjálfskipaða hitt og þetta. Geir Ágústsson frjálshyggjupostuli (sjálfskipaður væntanlega) gerir þetta þegar hann skrifar um hóp sjálfskipaðra umhverfisverndarsinna.

Ég spyr: Hver á að skipa umhverfisverndarsinna?
Eigum við að stofna eitthvað batterí sem löggildir svoleiðis fólk? Stofna námsbraut umhverfisverndarsinna við Háskóla Íslands? Hvernig getum við komið í veg fyrir að sjálfskipaðir umhverfisverndarsinnar séu út um allt og komið opinberum umhverfisverndarsinnum að í staðinn?