Á næstu dögum þarf ég að skipuleggja mig upp á nýtt. Síðustu viku hef ég nefnilega varla getað komið neinu í verk. Fullt af hlutum skolast til og margt að gera.
Ég er búinn að fá vinnu vetur sem er gott, hún eykst aðeins og verður væntanlega 47,5% í stað 44%. Það ætti að reddast. Verð samt lengur til og frá vinnu en áður vegna flutninga.
Flutningapælingar eru náttúrulega ofarlega á blaði. Ég þarf að fara að pakka meira af drasli, tölvudóti og svoleiðis. Síðan að ákveða hvernig á að mála, hvaða ísskáp eigi að kaupa, hvort eigi að kaupa uppþvottavél og svo framvegis. Endalaust alveg. Íbúð afhent eftir 10-11 daga. Síðan fer Eygló austur og ég sé einn um allt. Næstum því. Eygló hefur hins vegar séð um mig í veikindum og verið almennt dugleg í öllu þannig að það er í lagi að ég geri eitthvað smá.