Ég verð með einn fastan frídag í viku þessa önn, þá mun ég væntanlega hanga í Breiðholtinu hinu neðra (eða einfaldlega “hið neðra”) og gera ekki neitt.
Tvo daga í viku verð ég meira og minna á Háskólasvæðinu, mun reyna að læra og dunda mér meðan ég er ekki í skóla. Jafnvel kemur til grein að nýta tímann til þess að hreyfa sig í þar til gerðu húsi. Síðan mun ég vissulega bögga Ella á skrifstofunni.
Tvo daga þarf ég rétt að líta við í skólanum, mun þá kannski hreyfa mig líka þá.
Síðan vinn ég aðra hverja helgi.
Síðan er það bara 47,5% vinna og lokaverkefni eftir áramót. Víhí.