Við vorum búin að reikna út að við gætum náð að mála og bera á gólfin þannig að við gætum flutt á föstudag. Það virðist hins vegar ekki ætla að ganga alveg upp. Eftir að hafa skoðað íbúðina aðeins ákvörðuðum við að gólflistarnir séu illir og þá þurfi að uppræta. Þetta veldur allsherjar endurskipulagningu. Í staðinn fyrir að byrja að mála á morgun þá munum við Eygló rífa listana á brott og sparsla þar sem þörf er á. Síðan þarf að redda nýjum listum í staðinn og festa þá. Einn aðalgalli listanna er sá að þeir eru skornir mjög reglulega til að rýma fyrir risastórum, gráum, ljótum, utanáliggjandi tenglum (það sem sumir kalla innstungur). Þessi tenglar skulu fara. Utanáliggjandi tenglar eru nú oftast hálfósmekklegir en þetta tekur út fyrir allan Þjófabálk.
Nýtt plan er eiginlega gamla planið aftur. Eygló fer austur á miðvikudag og ég vinn alla vinnuna á meðan. Mála, læt upp nýja lista og fallegri utanáliggjandi tengla. Eygló kemur aftur á miðvikudag eftir viku og við flytjum fimmtudag eða föstudag. Vikufrestun semsagt. Mig vantar þá semsagt aðeins meiri aðstoð, þá aðallega við þessa listavinnu.