Plönin

Jæja, við vorum náttúrulega í hinu neðra í gær að vesenast, gistum meiraðsegja. Við erum búin að rífa nær alla listanna af. Það sem ég þarf næst að gera er að rífa ljótu tenglana af veggjunum. Það er kannski smá ves en viðráðanlegt. Við erum líka búin að mála prufu á vegginn til að ákvarða litina.

Planið er að ég klári að rífa listana af og sparsla upp í fyrir föstudag. Það kvöld byrja ég að mála um mun vonandi klára það á laugardaginn ef ég fæ kannski hjálp frá einhverju góðu fólki. Á sunnudaginn er listadagur, það er að festa nýja lista á. Aldrei látið lista upp fyrr en mér sýnist að aðalvandinn sé að bora fyrir vírum og almennt að saga þá rétt og vel til. Eftir listavinnuna þá mun ég láta nýja tengla upp.

Mig vantar góða utanáliggjandi tengla. Þeir einu sem ég fann (utanáliggjandi ójarðtengdir) voru tvöfaldir og án barnaöryggis (nei, engin plön um börn, það er bara heimskulegt að setja upp hættulega tengla).

Það er hins vegar vesen með rafmagnið í stofunni, ég get ekki fengið rússann í stofunni til að virka og hitt ljósið er með fimm víra sem ég átta mig ekkert á (þeir eru allir málaðir hvítir). Vantar rafvirkja.

Gummi og Helga komu í gær og skoðuðu. Ég fékk staðfest að ég get í raun fengið öll möguleg verkfæri og tæki sem ég þarf lánuð hjá Gumma. Það er þægilegt.