Ég fékk launahækkun áðan, í vetrarvinnunni semsé. Eygló opnaði bréf til mín í gömlu íbúðinni og sagði mér frá því. Það er ágætt að fá launahækkun en það sem er skemmtilegra er að hún er afturvirk. Ég fæ þar af leiðandi útborgað núna á fimmtudaginn fyrir vinnu sem ég vann síðasta vetur (þó ég hafi í raun verið sáttur við launin mín þá). Mikið er ég glaður. Þetta dugar fyrir bölvuðum gólflistunum.