South Park – Bara fyrir dánlódara

Undanfarið hafa nokkrir minnst á það á bloggsíðum sínum hve skrýtið rt að South Park sé ekki sýnt í íslensku sjónvarpi. Ég verð að taka undir það. Þetta var sýnt á Sýn hér áður fyrr, ekki var ég með þá stöð enda áhugi minn á íþróttum takmarkaður. Síðan var þetta sýnt á Popptíví sem ég missti alltaf af vegna þess að dagskráin þar var svo reikul. Nú er verið að sýna 9du seríu af South Park úti og engin sjónvarpsstöð hér hefur tekið við sér. Þetta er bara fáránlegt. South Park er klassískt efni. Hvenær munu íslenskar sjónvarpsstöðvar vakna og átta sig á að hér er gimsteinn sem myndi laða að ótal áhorfendur (einmitt á þessum gullaldri 16-35 sem allir vilja fá)?
Þeir sem geta horft á South Park eru þeir sem taka þetta inn af netinu og þeir sem kaupa sér þetta á dvd. Þetta er beinlínis hvatning frá sjónvarpsstöðvum til almennings að fara að stunda niðurhal á þessum þáttum. Engir Íslendingar með áhrif virðast sjá að þarna er efni sem er hægt að græða á. Furðulegt alveg.