Umbreytingar

Í gær kláruðum við að ganga frá íbúðinni í Eggertsgötunni og kvöddum hana. Ég náði að brjóta eitt ljós í leiðinni. Í dag er síðasti vinnudagurinn minn en á morgun er fyrsti vinnudagurinn í vetrarvinnunni. Morgundagurinn er líka fyrsti skóladagurinn. Á föstudaginn mun ég hanga við borð að kynna Háskólalistann. Allt að gerast, allt að breytast.