Í vetur mun ég einungis vera í tímum í aukagreininni minni sem er þjóðfræði. Fimmtán einingar. Það er það minnsta sem ég hef nokkru sinni tekið. Ég er í Þjóðsagnafræði, Inngang að Þjóðfræði og Hjátrú. Þar að auki er ég að sjálfssögðu í 50% vinnu. Og í Menntamálanefnd. Semsagt mikið minna að gera en síðasta ár.
Ég er hins vegar að velta fyrir mér framhaldsnáminu og þá erþjóðfræðin að koma sterk inn ef ég fer. Ég á eftir að spjalla við Terry um það. Ef mér lýst vel á þá fer ég annars þá skoða ég bara kostina aftur.