Ég fór í Strætó í vinnuna í morgun. Þetta hef ég ekki gert oft en plana að gera þær helgar sem ég er að vinna svo Eygló geti dundað sér á bílnum. Ég ætla líka skoða almennt hvort Strætó henti mér enda bý ég nú rétt hjá Mjóddinni. Eini gallinn við ferðina í morgun er að ég var ekki með mp3-spilara. Veit ekki hvort spilarinn minn er í lagi og það sem meira er þá veit ég ekki hvar hann er yfirhöfuð. Skoða þetta.