Ég veit hvað lesendur mínir vilja, fleiri færslur um gólflista. Í gær kláraði ég meiripart stofunnar. Það eru reyndar eftir allir erfiðustu bútarnir en þetta er að koma. Ég er mikið að spá í að klára næst græna herbergið (við máluðum einn vegg grænan til að geta kallað það þessu nafni), það ætti nefnilega að vera fljótlegt. Þegar það er komið þá eru í raun bara eftir þessir bútar í stofunni.
Það er semsagt hægt og rólega að komast mynd á íbúðina. Stefnan er að flestallt verði klárt eftir svona viku. Gleðin verður þá vissulega almenn.
Á svo ekki að safna öllum tvöhundruð saman og gefa út? Myndi vera vísir af nýrri bókmenntagrein, ofurofurofurraunsæi.