Ég held að Strætó gæti verið málið þegar ég fer svona snemma á morgnanna. Umferðin er fokkings ömurleg. Sýnist að það ætti að henta vel.
Ráðgjafinn leggur til að ég taki leið fjögur alla leið. Reyndar leggur hann líka til að ég taki leið fjögur í Mjóddina, bíði þar í níu mínútur og taki síðan leið 3 að HÍ. Seinni valkosturinn veldur því að ég fer ég jafn snemma af stað en er kominn seinna. Reyndar eru nokkrar útgáfur af þessu sama ráði þar sem ég byrja að fara í strætó númer fjögur en stekk síðan úr honum í hina og þessa strætóa sem allir eru lengur að komast á ákvörðunarstað. Áhugavert.