Það var indælt kvöld með bókasafns- og upplýsingafræðinemum. Ég fékk sérstaklega frí úr vinnunni til að komast á fundinn og sjaldan hefur verið betri mæting á svona samkomur. Andlát Anne var ekki ástæða fundarins, hann var boðaður fyrir síðustu helgi, en við minntumst hennar. Það var sérstaklega gott að spjalla við Jamillu, hún var líklega sá nemi sem var henni tengdastur. Við ræddum um það hvernig fréttirnar hafi í raun ekki náð í gegn. Sjálfur hef ég reglulega hugsað að þetta hljóti að vera misskilningur… Skrýtið hvernig mannshugurinn virkar.