Ég hef ekki mikið sagt um Baugsmálið. Ég veit ekki hvað ætti að segja um það nema kannski að benda á það að ef einhverjir eru að reyna að sjá út úr þessu baráttu góða fólksins við vonda fólkið þá eru þeir einstaklingar á villigötum. Ég held að það séu allavega engir góðir gæjar í þessu heldur bara fullt af fólki sem er að reyna berjast fyrir sínum hagsmunum. Allir beita bolabrögðum og allir eru sekir. Á forsíðu blaðsins má sjá yfirlýsingu Sullenbergers um að Fréttablaðið sé málgagn en ekki fréttablað. Með það til hliðsjónar þá er kannski gott að benda á Morgunblaðið er ekki fréttablað heldur málgagn. Ég veit ekki um Blaðið, þegar ég las það hvað mest í sumar þá sýndist mér helsta markmið þess að reyna að koma höggi á Baug.