Góðan daginn

Þetta var fínn dagur. Fór í skólann og áttaði mig á að ég er farinn að hafa mjög mikinn áhuga á þjóðsagnafræðinni sem ég var ekkert rosalega spenntur fyrir fyrst. Skipti síðan á rimlagardínum í Rúmfatalagernum og festi þær upp. Tók síðan og boraði nokkur göt á veggi og sparslaði í önnur. Næst var það Sorpa og Krónan.

Þegar ég kom heim hefur hún Hugga vinkona mín samband og bíður mér miða á Miracle annað kvöld. Ég þáði þá með þökkum. Við fórum síðan í Grafarvoginn og fundum heimili Huggu. Eftir það vaf farið á Pizza 67 niðrí bæ og étið með þjóðfræðinemum. Mjög gaman. Níddist mikið á unga framsóknarmanninum enda var enginn Pólverji á svæðinu til að taka við svívirðingum.

Ég tel mig heppinn með skólafélaga í þjóðfræðinni. Þarna eru náttúrulega samnemendur úr bókasafns- og upplýsingafræðinni sem ég þekkti fyrir. Síðan hafa Móníka, Telma og Sigrún verið skemmtilegir félagar. Þar að auki er ég greinilega mjög heppinn með ritgerðar/fyrirlestrarfélaga í Hjátrúnni. Og þá er ekki allt skemmtilega fólkið upptalið. Mjög heppinn þarna.

Sem minnir mig á að Eygló fékk einkunn fyrir lokaverkefnið sitt í dag, hún bloggar vonandi um það bráðum.