Um nærföt, Val og karlmenn í kvenmannsfötum

Ég ætla mér svosem ekki að kaupa mér La Senza nærföt né mun ég nokkru sinni halda með Val. En ef við metum saman það að bíða eftir Strætó við Stúdentaheimilið og að bíða hérna í Arnarbakkanum þá kýs ég hiklaust hið fyrrnefnda. Sumir menn er flottir í kvenmannsfötum en Egill Helgason er það ekki, bringuhárin gera endanlega út um þetta hja honum. Og Gísli Marteinn er ekki heldur flottur, hann lítur bara út einsog Tinna Gunnlaugs og ég hef aldrei verið skotinn í henni.