Vitur eftir á

Halldór Ásgrímsson segir framan á Blaðinu að það sé auðvelt að vera vitur eftir á og er þá að tala um Íraksstríðið. Mig minnir nú að meirihluti Íslendinga hafi ekki fallið fyrir þvælunni um gereyðingarvopn sem Bandaríkjamenn héldu fram. Það var ekkert sérstaklega erfitt að vera vitur fyrirfram en Halldóri tókst einhvern veginn að komast hjá því. Þýðir þetta þá ekki að Halldór sé í neðrihluta greindarkúrvunnar? Ættum við ekki að vilja ráðherra sem er vitur fyrirfram, það er nóg af slíku fólki hérlendis.