Í gær fórum við Hafdís á Queencoverhjómsveitina Miracle á Broadway. Miracle voru flottir, byrjuðu órafmagnaðir. Það var sérstaklega gaman að heyra My Melancholy Blues spilað þannig á svona stað, mjög viðeigandi. Við Hafdís dönsuðum dáltið í fyrra hléinu þar til að tvær stúlkur réðust á mig. Þær könnuðust við mig úr vinnunni og höfðu séð mig í Queenbolum þar. Önnur þeirra sagðist hafa verið hvött af Stefáni Pálssyni til að lesa þessa síðu en hér væri aldrei neitt um Queen, bara um flutninga.
Um það leyti sem Miracle steig á svið byrjuðu hálfvitar að streyma að. Gerpið sem var svo óttalega leiðinlegt í fyrra var aftur kominn og lét aftur einsog fífl. Hann virtist líka hafa tekið alla vini sína með sem voru líka stórkostlega leiðinlegir. Gerpið hvarf reyndar einhvern tímann fyrir annað hléið en eftir hlé kom einhver sem virtist vera sonur hans og sá um að vera leiðinlegur. Einn náungi var hættulegur heilsu minni þarna, í klappinu við Radio Ga Ga nelgdi hann sífell olnboganum sínum í öxlina mína. Ég er ennþá aumur eftir það.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort íslenskir Queenaðdáendur séu upp til hópa fífl, undantekningar eru vissulega til staðar einsog stúlkurnar sem ég minntist á hér að ofan en það var bara svo mikið af leiðinlegu fólki þarna. Þetta var líka svona seinna kvöldið sem Miracle var hérna í fyrra. Ég mæli alveg með Miracle en hugsanlega er betra að sjá þá í Hollandi þar sem engir Íslendingar eru.
Dyraverðirnir á Broadway fá líka mínusstig, ég sá þrjú slagsmál en engan dyravörð. Ég hef unnið á skemmtistað og þar hefði svona kjaftæði ekki verið liðið.
Ég þakka Huggu samt innilega fyrir miðanna, þetta var gaman fyrir utan þetta sem ég er að væla yfir hér að ofan.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort íslenskir Queenaðdáendur séu upp til hópa fífl.
Já. Sú spurning hlýtur að vakna.
Kommon Himmi, þú getur betur en þetta.