Hvað er gott nám? Hvað er góð kennsla?

Hér auglýsing:

Hvað er gott nám? Hvað er góð kennsla? (13.10.2005)
Málstofa 13. október kl. 15-16: Hvað er gott nám? Hvað er góð kennsla?
Nk. fimmtudag 13. október, kl. 15-16, stendur Kennslumiðstöð fyrir málstofu þar sem þrír stúdentar við Háskólann ætla að ræða um hvað þeir telja einkenna gott nám og góða kennslu og á hvaða hátt Háskólinn getur stutt við slíkt nám og kennslu.

Þeir stúdentar sem taka til máls eru:
– Árni Helgason, nemi í Lagadeild: „Ætti Háskólinn að taka upp kennslustefnu?“
– Dagbjört Hákonardóttir, nemi í Lagadeild: „Mat á námi“
– Óli Gneisti Sóleyjarson, nemi í Bókasafns- og upplýsingafræði: „Af reynslu nemendafulltrúa“
Fundarstjóri er Guðrún Geirsdóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræðiskor og stjórnarformaður Kennslumiðstöðvar.

Kennarar og stúdentar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um gæði náms og kennslu í háskólum.

Staðsetning: Lögberg, stofa 101.

Dagsetning: 13. október kl. 15:00-16:00

Óvart þá er þetta liðið áður en ég plöggaði það. Verð að segja að fyrir mitt leyti þá fannst mér athugasemdir utan úr sal einna áhugaverðastar af öllu sem fram fór, með fullri virðingu fyrir nefndarfélögum og sjálfum mér. Ég endurnýti kannski eitthvað úr erindi mínu við tækifæri. Ég tók raunverulega og skrifaði þetta niður, það er skelfilegt. Mér líður mun betur með punkta sem ég get leikið mér að.