Berkeley eða Harvard?

Er maðurinn að grínast í mér? Held ekki. Villtustu draumar mínir?
Terry tók vel í hugmyndina um mastersverkefni og stakk upp á að ég tæki eina önn í Berkeley eða Harvard því það passaði vel við. Það er svoltið yfirþyrmandi tilhugsun en ég ætla að skoða þetta mjög vel, verð að forðast að byggja loftkastala.

Berkeley bíður upp á einingar fyrir að vinna í þjóðfræðisafninu þeirra, semsagt skjalasafn. Það væri áhugavert sem viðbót við bókasafns- og upplýsingafræðina. Maður myndi þá ekki skilja ræturnar alveg eftir.

Þetta er háð svo mörgum skilyrðum að ég verð að passa mig á því að gera mér of háar vonir. Síðan hefur þetta ókosti líka sem maður skyldi ekki horfa framhjá. En ef maður gæti þetta þá væri það fokking brilljant.