Það er nú ekki annað hægt að segja en að My name is Earl sé einhver skemmtilegasti sjónvarpsþáttur sem fram hefur komið lengi. Jason Lee hefur náttúrulega mikið karisma og hinir leikararnir eru nokkuð góðir líka. Þátturinn fjallar semsagt um leiðindagaur sem hefur gert margt af sér en ákveður að snúa við blaðinu. Hann gerir lista yfir það sem hann hefur gert af sér og reynir að laga mistök sín. Vonandi hefur einhver sjónvarpsstöð hér á landi vit á að sýna þessa mögnuðu þætti.