Spurningaþættir

Nú er Stöð 2 að fara af stað með einhvern spurningaþátt sem á að heita Meistarinn. Ég er ekki sérstaklega spenntur og ég mun væntanlega ekki horfa þar sem ég er ekki áskrifandi. Skjár1 er með bæði Popppunkt og Spark. Því miður virðist þetta vera síðasta serían af PPPP. Spark mun ég væntanlega ekki horfa á enda á ég erfitt með að þola fótboltatal (sorrí Stebbi). Gettu Betur verður augljóslega á næsta ári en ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn þó ég dæmi nú ekki fyrirfram.

Ég er hins vegar á því að þeir sem vilji búa til skemmtilegan spurningaþátt ættu að fá mig til að sjá um það.