Afsakanir og rætur

Þegar ég hugsa um stöðuna í Frakklandi kemur mér ósjálfrátt í hug óeirðirnar í Watts 1965. Þegar fólk er kúgað þá hlýtur að sjóða uppúr. Nú koma náttúrulega fávitar eins og Egill Helgason og segja að ég sé að afsaka skemmdarverkin og ofbeldið en að sjálfssögðu er slíkt bull og vitleysa. Besta leiðin til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur er að skoða rætur vandans. Nær allir sem þekkja til segja að þetta hafi í raun verið ótrúlega lengi að koma upp á yfirborðið. Þetta var fyrirsjáanlegt og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta.

Þetta er eins og þegar á að stimpla fólk illt. Hitler var illur, Stalín var illur. Það lærir enginn neitt á að setja svona merkimiða á fólk og ef við lærum ekki af mistökunum þá erum við dæmd til að endurtaka þau (klisjukennd lína en sönn).