Queendrottningin – fyrsta spurning

Þar sem Stebbi hefur ákveðið að vera með einhverja orkuspurningakeppni með karllægan titil að launum þá mun ég halda keppni með spurningum um bestu rokkhljómsveit allra tíma. Ég læt 5 spurningar duga og munu þær smella inn yfir daginn. Fyrstur með svarið fær stigið.

Fyrsta spurning (létt og lipur):
Hvaða tvær myndir gerði Queen tónlist við (þá erum við ekki að telja eitt og eitt lag)?
Tvö stig í boði fyrir þann sem kemur með báðar myndir eða eitt fyrir að nefna aðra (þá getur einhver nælt sér í hitt stigið með að nefna myndina sem vantar). Hver má kom með eitt gisk um hvora mynd.

3 thoughts on “Queendrottningin – fyrsta spurning”

Lokað er á athugasemdir.