Sönghæfileikar mínir

Ég var að spjalla við Sigrúnu áðan og það barst í tal að ég væri hræðilegur söngvari. Hún trúði því ekki og hélt að þetta væri bara af því að strákar héldu almennt að þeir kynnu ekki að syngja. Ég sagði henni að þetta væri nokkuð almennt álit. Við gætum borið þetta undir dóm þeirra sem hafa heyrt mig syngja. Syngur Óli vel? Heiðarleg, en þó ekki grimmdarleg, svör óskast í kommentakerfið.

7 thoughts on “Sönghæfileikar mínir”

  1. Ég get nú ekki sagt að ég hafi mikla reynslu af þér syngjandi, en sú litla reynsla er hinsvegar ekki sú besta. Batnandi mönnum er best að lifa. Drífðu þig í Idolið, gætir komist í blooper’ana.

  2. Einhvernveginn sé ég þig einmitt fyrir mér í hjartnæmu samlokuknúsi með Simma og Jóa eftir að hafa tekið I Want to Break Free. Páll Óskar vildi fá þig áfram en Bubbi sagðist muna stefna 365 fyrir hundruði milljóna ef það gerðist.

Lokað er á athugasemdir.