BA og útskrift

Fór áðan á Nemendaskrá og skráði mig í BA-ritgerð og útskrift í júní á næsta ári. Ágætt að vera kominn með það inn. Ég ákvað líka að skrá mig í námskeiðið Menningararf. Það er reyndar óþarft því að ef ég næ öllu þá verð ég kominn með 85 einingar og bæti síðan við 6 eininga BA-verkefni, enda með 91. Verð líka búinn með akkúrat 30 einingar í þjóðfræðinni.

Menningararfurinn verður kenndur í einni bunu í vikunni áður en skólinn byrjar, það voðalega notalegt. Ég ætla að sjá til hvort að það sé séns að fara í þetta sem Mastersnemi, verð að tala við Terry um það. Annars verður þetta bara áhugavert sem viðbót.