Fótósjoppaði dirfskuboltinn

Mér sýndist að Fréttablaðið kallaði það dirfsku af Birni Inga að stökkva fram og óska eftir fyrsta sætinu. Ég vissi nú ekki betur en að þetta plott hefði verið algerlega augljóst í lengri tíma. Björn Ingi byrjaður að kommenta svona á borgarmálin. Síðan fær Alfreð annað djobb og allt tilbúið fyrir arftakann. Alveg frábært líka hvernig þessi nýja ímynd hans er að koma núna fram í fjölmiðlum. Afslappaði gaurinn með efstu töluna á skyrtunni óhneppta. Skondnast er náttúrulega að það var týpísk jakkafatamynd af honum fyrst á Netmogganum í gær en síðan kom þessi framboðsmynd inn aðeins seinna. Maður giskar að kosningastjórinn hans hafi sent þá mynd inn. Voðalega var sú mynd annars illa fótósjoppuð.