Elli spyr hvort ég eigi einhver föt í ljósum litum. Svarið er já. Að sumarlagi má reglulega sjá mig í ljósum fötum. Ég á allavega ljósar stuttbuxur og gulan Erich-bol. Ég á ljósbláa ermalausa skyrtu. Ég á ljóta ljósbrúngula boli, annar er með málningarslettum en hinn nota ég heima við þegar ég er í afslöppunargír (og þá í íþróttabuxum við). Ég á appelsínugulan Strákabol en hann er samt í dekkra lagi þó hann sé ekki svartur. Síðan á ég hvíta kjaftæðisboli. Ég á einhverja ljósa íþróttaskó.
Mér líkar bara óendanlega vel að vera svartklæddur, það passar alltaf.