Gleðileg jól Einar Karl

Einar Karl Haraldsson er eitthvað að þvæla um að við ættum ekki að hætta að segja gleðileg jól þó það haldi ekki allir jól. Ég bara spyr hver hefur haldið því fram að við ættum að hætta að segja gleðileg jól? Sjálfur er ég nú einn „hættulegasti“ trúleysingi landsins og það var síðast í gær að ég óskaði einhverjum gleðilegra jóla. Ég myndi reyndar ekki óska fólk gleðilegra jóla ef ég vissi að það héldi ekki upp á hátíðina (til dæmis Vottar sem halda ekki upp á jól af því að þeir vita að þetta er heiðin hátíð).