Jæja, við Eygló skruppum á tónleika í Langholtskirkju. Ég er náttúrulega voðalegur svikari og orðinn kristinn ef við förum eftir skilgreiningu Péturs Péturssonar guðfræðiprófessors. Skemmtilegir tónleikar, Eivör var ægilega flott.
En til að vega upp á móti þessu þá er best að plögga þetta hérna:
Ég verð semsagt á staðnum, Vantrúarbolir til sölu og allt jollí gaman. Sjálfum fannst mér nú betra að kenna þetta við vetrarsólstöðurnar en þetta var, ef ég man rétt, upphaflega andsvar við Kristnihátíðinni árið 2000.
fórstu klukkan 8 eða 11? Ég var klukkan 8. Eivör er snillingur. Þetta var annars allt bara flott. Stóra stelpan mín syngur í Gradualekórnum sko 🙂
já, mikil dýrð þarna á aftasta bekk 😀
Hún stóð fyrir miðju í fremstu röð.
híhí!
Saknarðu ekki þess að sjá „Jesús lifir“ skrifað með eldi í Vaðlaheiðina?
Ég fór klukkan 11. Ég vissi af því að þú ættir stelpu þarna og reyndi að þekkja hana (hef séð myndir). En ég sat reyndar efst og aftast. Tók til mín þegar var verið að syngja um hæstu hæðir og svona.
Jahá, þá fatta ég hver það var… eða ekki alveg…