DV í gær

Karen í DV í gær:

Stund sannleikans Ég er farin að efast um hæfileika mína sem uppalanda. Mér finnst mínir nánustu til að mynda benda mér fulloft á að horfa á þáttinn um ofurbarnfóstruna sem skelft hefur margt foreldrið. Ég hef stundum prófað aðferðir hennar en með litlum árangri. Ef til vill verð ég að tala með breskum hreim til að þetta gangi upp, orð ofurbarnfóstrunnar virðast nefnilega oft verka á börnin eins og galdraþulur. Líklega missa þær máttinn við að vera yfirfærðar á annað tungumál. Systir mín reyndi að minnsta kosti nokkrum sinnum að eiga við barnið mitt með ráðum sjónvarpsfósturnunnar en með litlum árangri. Ég hefði átt að átta mig á því að við vorum óvelkomin þegar sögur hennar af umskiptingum fóru að verða fremur fyrirferðarmiklar í umræðunni. Það verður þó að viðurkennast að ég er ekkert sérstaklega nösk í svona málum, að minnsta kosti rann sannleikurinn ekki upp fyrir mér fyrr en ég rak augun í samtal hennar og félaga á msn-spjallþræði. Þar stóð skýrum stöfum: „Ég kemst ekki neitt því systir mín og brjálaði sonur hennar eru í heimsókn hjá mér.“ Eins og mér fannst við mæðginin lífga upp á heimili hennar.

MSN log:

17.12.2005 17:07:51 Silja: ´ystir mín er bara í heimsókn
17.12.2005 17:07:59 Óli: skilaðu kveðju
17.12.2005 17:07:59 Silja: með brjálaða son snn
17.12.2005 17:08:05 Óli: Karen greinilega

Tek fram að ég vissi að þetta væri Karen af því að hún á son ólíkt hinum systrunum, ekki af því að Silja hafi almennt verið að tala um hve brjálaður sonurinn væri. Umskiptingasögurnar eru væntanlega tengdar því að Silja var að reyna að læra undir þjóðfræði.

Fullt af fólk hélt örugglega að ég ætlaði að tala um jólasveina.