Að Andkristnihátíð lokinni

Áðan var ég á Andkristnihátíð í fimm tíma. Gaman en ég var samt orðinn þreyttur undir lokin. Þegar við komum á staðinn kom í ljós að Vésteinn hafði gleymt trúfélagsskráningareyðublöðunum. Við veltum því fyrir okkur hvað við skyldum gera og að lokum fengum við Eydísi til að passa bolabásinn á meðan við skruppum. Það var eins gott að við náðum í blöðin því fjöldi manns var tilbúinn til að skrá sig úr þjóðkirkjunni. Gleði. Siggi Pönk tileinkaði mér, eða Vantrú, lag. Við vorum sérlegir gestir hátíðarinnar. Nú er ég þreyttur og aumur.