Um daginn var að segja Mumma mág hvað ég ætlaði að gefa Eygló í jólagjöf, semsagt spilið Rapidough (+ fleira reyndar en það kemur málinu ekki við). Ég útskýri fyrir honum það sem ég vissi um það. Spilið er í grunnatriðum svipað og Pictionary, bara með leir. Maður leirar semsagt orðið sem maður fær. Mummi var voða glaður, sagði að þetta væri besta hugmynd sem hann hefði heyrt lengi og vildi að ég fengi spilið lánað til að hafa með mér heima hjá þeim. Hafdís kemur síðan inn og ég útskýri spilið fyrir henni og það var nú ekki öll jákvæðnin þar.
Nokkrum dögum seinna þá er ég aftur á Akureyri með spilið og við Mummi neyðum systur mínar til að spila þetta. Bæði Anna og Hafdís voru afar neikvæðar. En hvað kemur til? Í lok spilsins voru þær systur skellihlæjandi og glaðar.
Helsti kostur Rapidough er semsagt að maður er eiginlega alltaf að, annað hvort að leira eða giska. Síðan er leikurinn einfaldur og hraður. Þeir sem ekki hafa rekist á þetta spil ennþá ættu að drífa sig að kaupa sér það og prufa. Frábært spil.