Ég hef ákveðið að taka að mér að endurskoða hin sjö undur veraldar, er væntanlega hæfari í það en einhverjir Svisslendingar. Ég hvet hér með alla sem telja sig hafa eitthvað undur að sýna mér að bjóða mér í heimsókn svo ég geti gefið undrinu einkunn. Tek fram að ég mun einungis gista á fimm stjörnu hótelum og ferðast „first class“. Síðan er vert að taka fram að ég er ekki yfir það hafinn að taka við peningagjöfum (eða öðrum flottum gjöfum) til að koma undri ofar á listann.