Egill Helgason og Vantrú

Egill Helgason skrifar um Vantrú og líkir okkur við kommúnista og nasista.  Fyndin tilviljun þar sem Sigurbjörn gamli biskup gerði akkúrat það árið 2000.  En hvað gæti verið betra en að fá vísun frá Agli Helgasyni í grein þar sem hann virðist vera að verja hómófóbísk komment biskups?  Allavega líður mér vel að vel með það að við trúleysingjar styðjum upp til hópa réttindabaráttu samkynhneigðra.  Egill kallar okkur líka herskáa trúleysingja, mér er alveg sama um það.  Málið með herskáa trúleysingja er það að við berjumst með orðum.  Herskáir trúmenn eins og Bush berjast með vopnum.