Undarlegt rugl

Ég var að heyra einhverjar sögur af því að ég ætlaði ekki að vera varamaður í Stúdentaráði næsta árið fyrir hana Arndísi.  Voðalega er fólk (ekki mitt fólk) gjarnt á að oftúlka hlutina.  Ég ætla ekki að taka sæti í nefnd enda hefur Háskólalistinn mikið af hæfu og góðu fólki sem getur séð um slíkt.  En ef Arndís þarf á einhverjum að halda til að leysa sig af á fundum Stúdentaráðs þá mun ég leysa hana af.  Það er reyndar ekkert líklegt að það gerist.  Ég held að hún hafi til dæmis mætt á hvern einasta fund síðasta árið.