Við Eygló fórum áðan og keyptum okkur borðuppþvottavél. Þetta mun vonandi verða til þess að almennur pirringur á heimilinu minnkar til muna. Ég tengdi hana beint við kranann og leiði niðurfallið bara ofan í vaskinn. Það þyrfti að ganga betur frá því. Ég hef aldrei áður átt uppþvottavél né verið á heimili með slíkri vél. Þessi tekur borðbúnað fyrir fjóra sem ætti að duga okkur.
6 thoughts on “Uppþvottavél”
Lokað er á athugasemdir.
Uppþvottavél er alveg nauðsynleg fyrir alla til að sambúðin geti gengið.
Eiginlega. Það á ekki að leggja á fólk að vaska upp.
Sammála! Uppþvottavél er ellefta geðorðið.
Hvað eigum við þá að þrátta um? 😉
Tjáh… það er spurning. Þið gætuð farið að stunda reglulegt Scrabble, það er alltaf hægt að þrátta við Scrabblespilun yfir því hvort orð sé leyfilegt, hvort mótspilarinn sé ekki að taka einum of langan tíma til að hugsa sig um, hvort það megi margnýta bónusreiti, skipa um skoðun eftir að lagt hefur verið niður o.s.frv.. Svo er líka alltaf klassískt að rífast um ágæti mismunandi fræðikenninga 😉
Uppþvottavél=heimilisfriður