Strætó og drasl

Í dag fór ég í Strætó og á eftir fer ég væntanlega í Strætó aftur.  Ég var reyndar alveg á síðustu stundu að ná honum í dag en það gekk.  Bílstjóri þessa vagns var einn af þeim pirrandi sem finnst gott að fylla bíl sinn af heitu og ógeðslegu lofti.  Það var ekki notaleg ferð.  Ég brosti þó í Kópavoginum þegar lillablá húfa veifaði mér.  Síðan þurfti ég að hlaupa og ná öðrum vagni.  Fór síðan á fremur gagnlitla kynningu.

Ég leit á skrifstofu Stúdentaráðs fyrr í dag.  Elli ætlar að reyna að skilja skrifstofuna sína eftir í meiri reglu heldur en hún var þegar hann kom þangað.  Ég tek fram að óreglan virðist eiga sér langa sögu því meðal þess sem poppar uppúr kössum eru myndir af Finni Ingólfssyni (kannski ekki margar, meira svona ein mynd).  Við litum inn í geymslu Stúdentaráðs líka og þar virtist hafa verið hent inn drasli áratugum saman.  Ég bauð Agga og Ella að ráða mig til að fara í gegnum draslið (skjalastjórnarmenntaður sko) en þeir þáðu það ei.