Ég þarf að fara að ákveða hvaða kúrsa ég tek á næstu önn. Því miður er ekki mikið né skemmtilegt val fyrir mig. Fátt sem er á mínu sviði. Þeir fáu kúrsar sem henta mér eru á BA-stigi þannig að ég þarf að fara einhvers konar fimleika með þá, fá færri einingar eða gera eitthvað aukaverkefni. Annað vandamál er að þessir kúrsar virðast allir raðast á haustönnina. Ég sé bara einn kúrs sem er á vorönn.
Ég þarf líka vinnu. Bæði í sumar og næsta vetur. Það er reyndar alltaf verið að auglýsa eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum en yfirleitt bara í fullt starf sem hentar mér ekki með náminu. Ég þarf cirka 50% stöðu yfir veturinn. En hvað er meira böggandi en að leita sér að sumarstarfi? Fátt. Það er helsti ókostur þess að halda áfram í skóla. Ef ég fengi fullt starf í sumar við að leysa af sem myndi þróast yfir í hálft starf yfir veturinn þá yrði ég glaður.