Ég er að undirbúa starfsumsókn og skrapp þess vegna í sumarvinnuna frá því í fyrra áðan. Ég fæ meðmæli þaðan en reyndar fékk ég líka tilboð um sumarvinnu þar. Ef ég væri ekki að leita mér að einhverri vinnu sem ég gæti verið í með námi næsta vetur þá hefði ég þegið þetta einn, tveir og þrír. En ég held að tilboðið standi alveg þar til ég fæ svar frá staðnum sem ég er að sækja um á núna.
Það er ágætt að þurfa ekki að eyða næstu mánuðum í eltingaleik við sumarvinnu.