Ég skrapp aðeins niður í Nettó nú rétt í þessu. Ekki beint frétt en þegar ég var búinn að kvitta og afgreiðslukonan ætlaði að rétt mér kortið þá missti hún það. Kortið lenti á færibandinu sem var í gangi og hvarf niður með því. Rétt áður en það fór ofan í sá ég myndina af sjálfum mér glotta í áttina að mér. Þetta var svo undarlegt að ég gat ekkert annað en hlegið eftir að ég hafði jafnað mig aðeins. Konan opnaði borðið undir færibandinu og reyndi að finna kortið en það gekk ekki. Hún fann hins vegar fimm hundruð krónur og töluvert af klinki. Síðan kom einhver maður að aðstoða en hann gafst fljótt upp og bað mig um að koma seinna. Ég bíð semsagt eftir símtalinu.
3 thoughts on “Kortið sem hvarf”
Lokað er á athugasemdir.
Maður verður að hlægja í svona aðstæðum.
Fékkstu kortið einhvern tímann?
Ég hef óvart hent kortum, en aldrei týnt þeim alveg:O
Já, það var hringt í mig eftir svona klukkutíma.