Það er gaman að fara í Strætó því þá hittir maður fólk.
Fyrir þá sem ekki þekkja hana þá er þetta Helga mamma Palla og Himma. Síðast þegar ég spjallaði við hana var hún einmitt að skamma mig fyrir að nota ekki strætó.
Ég fór næst að hitta Sigrúnu að spjalla um Slæðing, rit þjóðfræðinema. Við stefnum á að gefa það út fyrir Páska. Almenn gleði þar. Síðan fór ég að spjalla við Terry um MA-námið og það var gagnlegt og skemmtilegt.