Talandi um afmæli þá héldum við Eygló upp á fimmtugsafmæli okkar um helgina. Hún 23 um daginn en ég 27 ára. Það var gaman þó fólk hafi flúið borgina og jafnvel landið (þrír yfirgáfu landið!) til þess að þurfa ekki að mæta. Við fengum fullt af góðum gjöfum einsog við ætluðumst til, ein gjöfin varð þó til þess að deilur sköpuðust í gær. Hjörvar og Árný bera ábyrgð á því. Ég bakaði skúffuköku sem heppnaðist vel fyrir utan að kremið var ekki alveg nógu þykkt. En við þökkum fólk gjafirnar og komuna.