Ekkert nám erlendis?

Mér sýnist það verða sífellt ólíklegra að ég fari nokkuð út í MA-náminu.  Ástæðan er einfaldlega sú að ég er svo gott sem búinn að fylla upp í mínar 30 einingar hérna í Háskólanum ef ég tek þau námskeið sem ég er búinn að plana.  Ég held að ég sé kominn með 25 einingar staðfestar sem ég mun taka, síðan er einn þriggja eininga kúrs sem bætist væntanlega við og þar að auki mun ég taka einhver lesnámskeið.  Það er því voðalega lítil ástæða til að fara út.  Ritgerðin mín á að vera 30 einingar.  Mér skilst að það sé um 40.000 orð.  Ekki málið.