Svo ég haldi áfram frá gærdeginum þá fórum við til Rósu að horfa á Idol (fyrsta síðan að Telma datt út). Mér fannst hún Ína vera augljóslega best og ég fatta ekki hvað dómarnir voru að tala um þegar þer héldu fram að hún myndi detta út. Hin voru ófrumleg og óspennandi.
Annars þá hittum við Lindu dóttur Skarphéðins sem var að koma frá Danmörku, ég þurfti reyndar að útskýra fyrir henni hvers vegna ég vissi hver hún væri.