Það þarf lítið til að skemmta manni þegar maður er veikur og andvaka. Ég var orðinn svo aumkunarverður að ég rakst inn á Andríki. Þar las ég þessa klausu:
Mér þótti þetta eitthvað skrýtið og já þegar ég fletti honum upp þá kom í ljós að Bastiat fæddist 1801. Villan virðist koma frá Morgunblaðinu sjálfu en ekki frá Andríkismönnum. Mér þykir óendanlega skemmtilegt að þessi andríki höfundur hafi valið að setja staðreyndavillu sem beina tilvitnun þarna. Er höfundurinn að hæðast að Morgunblaðinu? Er verið að leggja áherslu á hve fáir þekkja manninn með því að benda á að rangt er farið með öldina sem hann var uppi á? Eða voru bæði Morgunblaðs- og Andríkismenn svona lítilsfróðir um þennan hugsuð sem þeir telja svo merkilegan?
Einsog ég segi þá þarf lítið til að skemmta manni á svona stundum. Ég tek fram að ég hef ekki lesið Lögin og mun væntanlega ekki gera það, ekki mitt áhugasvið.