56 krónur fyrir hvern þátt

Herbergi 312 Herald house hótelinu í Edinborg klukkan 19:50 þann 21. apríl 2006
Háværir krakkar úti, þetta fær maður fyrir að opna glugga.

Við vöknuðum um níuleytið í morgun.  Við ákváðum að deginum yrði eytt í búðaráp.  Við fórum meðal annars í kynlífsbúð á Princes Street sem var töluvert smekklegri og skemmtilegri en sú sem við kíktum í gær.  Hún heitir Ann Summers, mæli alveg með henni.  Við fórum líka og keyptum okkur farmiða í túr á morgun í túristaupplýsingamiðstöðinni sem er ofan á Princes Mall.  Meira um túrinn seinna.  Eins og aðrir sem við höfum sagt að við séum frá Íslandi þá tilkynnti afgreiðslumaðurinn okkur að hann hefði komið til Íslands einu sinni og líkað vel.

Við leituðum að spilabúð en fundum enga almennilega.  Við kíktum í Museum of Childhood sem var ágætt en svoltið krípí á köflum.  Við borðuðum hádegismat á Bella Italia á North Bridge/Royal Mile.  Ágætur matur en ekki jafn góður og öllum hinum ítölsku stöðunum sem við höfum farið á.  Síðan röltum við niður að Walk of Leith.  Sá rúntur byrjaði vel þar sem ég fann verslun sem heitir Vinyl Villains.  Þar keypti ég eina Queenplötu.  En það var ekki mikið fleira spennandi þarna sem við sáum.  Kíktum í þónokkrar verslanir en fátt heillaði.  Þetta var töluvert öðruvísi en að rölta um Princes Street.  Eftir að hafa klárað þetta tókum við strætó til baka upp að Princes Street.  Við fórum inn í búð sem heitir John Lewis til að nota salernið en hún var frekar stór.  Þaðan enduðum við inn í St. James’s Mall sem okkur fannst til að byrja með vera frekar stór en var síðan aðallega bara langur.

En ferðinni var haldið aftur að HMV og þar keyptum við svoltið stóran sjónvarpsseríupakka.  En hver þáttur kostaði reyndar bara um 56 krónur.  Fórum síðan á hótelið aftur.