Prestur fær póst

Eftir að hafa lesið þessa predikun Sigurðar Árna í Neskirkju sendi ég honum eftirfarandi tölvupóst með einfaldri spurning:

Sæll Sigurður,
Í predikun þinni frá 24. apríl segir þú: „Kynnið ykkur boðskap þeirra, sem eru herskáir guðleysingjar. Þar finnið þið ekki þroskaða vitmenn, heldur hrokagikki, sem hæða og níða.“
Boðskap hvaða herskáu guðleysingja ertu þarna að tala um? Nietzsche? Douglas Adams? Richard Dawkins? Mig?
með kveðju,
Óli Gneisti Sóleyjarson

Gleymdi reyndar að nefna Bertrand Russell.

Matti sendi honum líka póst.