Einu sinni bókavörður, alltaf bókavörður

…það stóð allavega í kortinu sem ég fékk.  Ég var kvaddur á Horninu.  Ég fékk mér mjög góðan hálfmána.  Ég fékk þessar skemmtilegu gjafir.  Lakkrísgerðin var árituð af höfundinum sjálfum.  Þetta var skemmtilegur hittingur og margt slúðrað.  Safngestir hefðu haft gaman af því að heyra hvað útlánadeildin talar um þegar allt er látið flakka.  Óskar sagði reyndar að ég hefði gengið of langt þegar ég kom með uppástungu um hvað væri hægt að gera við hópvinnuherbergin…

Hér er þraut fyrir glögga lesendur: Kortið hér til hliðar er með mynd af mjög táknrænu verki…. Hver er merkingin?